Sátt og Nóg :)

Það tók mig mörg ár að verða sátt við mig sjálfa og minn líkama :) var alltaf að bíða eftir að aðrir yrðu sáttir við hann hehe en annað hvort var ég of feit eða of horuð og alveg sama hvað ég reyndi þá var aldrei neinn sáttur við hann :( trúlega vegna þess að ég var það ekki :) núna þá er ég ekkert að spekúlera í öðrum bara elska sjálfa mig eins og ég er og það er frábært :) 

Ég er líka orðin nóg :) þarf ekki að leita eftir öðrum eða þykjast vera einhver annar :) ég er sátt með mig :) núna er ég í sumarbústað ein og fynnst það bara æðislegt :) er sem sagt í frábærum félagsskap :)

Knús út í kvöldið 


Uppgötvun :)

Að uppgötva hvað maður er í raun frábær er mjög góð tilfinning :) ég ólst upp við litla hvatningu og fékk sjaldan hrós eða umhyggju :( frekar að maður ætti að gera eins og aðrir sögðu manni að gera hlutina :) í dag er ég að læra að fara eftir mér og mínu hjarta og það er svo gaman þegar maður uppgötvar að maður er að gera frábæra hluti en áttar sig í raun ekki á því :)

Ákvað að deila þessu með ykkur :) knús út í kveldið  


Að treysta guði

Að trúa á guð hefur mér aldrei þótt erfitt :) alltaf bið ég til guðs á hverju kvöldi frá því ég var barn :) en að treysta hmmmm það var aftur erfiðara en mér er farið að takast það í dag :)

Einn góður vinur sagði einu sinni " ef við segjum að guð sé línudansari í sirkus og er að labba yfir línuna hátt uppi með hjólbörur, þá trúi ég því að hann komist yfir en treysti ég mér til að vera í hjólbörunum? "

Ég er þar í dag og fæ að upplifa alla tilfinninga flóruna sem er erfitt en ég fæ líka að finna kærleikann og hann er svo fagur :) sjá litlu hlutina og njóta þess að vera til :) 

Knús 


Sálarmorð kalla sumir það en þá er engin von, Ég vil hafa von

Vá umræðan í Kastljósi setti allt á fullt í mínum kolli Woundering 

Sendi kærleika og hrós til fólksins sem hefur komið fram þessa dagana í Kastljósi, þetta eru ekki auðveld skref hjá þeim og meiga þau stolt vera.

Að vera plataður með fögrum orðum, nammigjöfum eða hótunum sem leiddu til misnotkunar er að taka frá manni val á því að vera til sem manneskja, skömmin og vanlíðanin sem fylgir er svo svakaleg að manni langar ekki að vera til og veit ég um nokkra sem fóru þá leið. 

En eins og einn sagði í viðtalinu í kvöld, að það er til leið út, fólk og staðir sem hægt er að leita til. Og það er þess virði að segja frá og leita sér hjálpar. Losna við skömmina og finnast maður einhvers virði. Maður lærir að virða sjálfan sig og meira að segja lærir maður smátt og smátt að elska sjálfan sig eins og maður er InLove ekki eins og maður hélt að aðrir vildu hafa mann.

Knús út þetta fagra kvöld og von um að heimurinn batnandi sé Happy 

 


Raketta kvöldsin

Áramótaheitin mín hafa ekki virkaðCrying hjá mér svo ég hætti þeim fyrir allmörgum árum en svo benti einn góður vinur minn mér á að kaupa eina rakettu og skrifa allt það sem ég vil ekki hafa í mínu lífi og líma það á rakettuna Smile líka skrifa það sem ég vil bæta inn í líf mitt eða gera á komandi ári þetta er ég búin að gera undanfarin ár og þetta svínvirkar hehe allavega segir yngri sonur minn alltaf núna Mamma ekki gleyma að setja á miðann að þú ætlar ekki að tuða í mér hehehe 

Nú hef ég ekki lengur kvíðahnút vegna áramótana eða uppgefin á að finna afsakanir á að vera ekki með stórfjölskyldunni :) Ég hef val í dag og þarf ekki að útskýra afhverju ekki :) mig bara langar ekki. Yngri sonur minn kemur í mat og svo á ég von á fleira fólki eftir matinn. Eldri sonur minn verður hjá tengdaforeldrum með konu sinni og börnum Grin

Knús út í kvöldið og eigið þau flottustu áramót ever W00t ég ætla að gera það 


Einmanna

Að vera einmanna þarf ekki að vera slæm tilfinning en maður þarf að passa sig á henni því maður gæti farið að gera hluti sem maður myndi annars ekki gera því manni langar ekki að vera einmannaCrying

 Undanfarið hef ég verið að finna fyrir þessari tilfinningu og ef ég hefði ekki verið búin að vinna vel í sálartetrinu þá hefði ég trúlega stokkið á næsta karlmann sem hefði verið í boði fyrir mig hehehe en það er ekki það sem ég þarf í dag því ég hef val og ætla að velja vel.Tounge 

En Einmannaleikinn er að leiðbeina mér til að finna réttu leiðina og það er það sem ég þarf að gera, finna nýja vini því ég hef tapað þeim svoldið á minni leið til bata, sakna sumra en sumir máttu alveg hverfa.Errm

Ég ætla að vera duglegri að fara á meðal fólks því annars kynnist ég ekki neinum Wink 

Sendi kærleiksknús út í daginn og vonast til að þið hafið hann góðan InLove 


Það þarf engum að líka við þig nema þú sjálfur :)

Maður elst upp við að reyna að láta öllum líka við sig og smá saman verður maður þannig að maður er farin að vera eins og maður heldur að aðrir vilji hafa mann og tínir sjálfum sér Errm Eftir mikla leit og miklar pælingar hef ég fundið sjálfa mig og áttað mig á því að ég er frábær kona og þarf bara að vera ég sjálf og fólki sem ekki líkar það verður bara að vera annars staðar Smile 

Við að finna sjálfan sig og verða vinkona mín (því maður kemur alltaf vel fram við vini sína) þá er ég farin að bera virðingu fyrir MÉR. 

Þannig að nú nýt ég þess að  vera til fyrir mig Wink Knús út í þennan flotta dag 


Í hverju vandamáli felast dulbúin tækifæri.

Ef maður gæti nú séð tækifærin þegar maður er að ganga í gegnum eitthvert vandamálið þá færi maður í gegn með gleði en ef það væru engin vandamál þá væri bara ekkert gaman að vera til Wink 

Ég t.d. væri ekki sú manneskja sem ég er í dag nema fyrir það sem ég er búin að ganga í gegnum. Ekki myndi ég vilja óska neinum þess en þetta er það sem ég er og ég hef náð að setja kærleik inn í staðin og fara í gegnum og skilja eftir, náð að þroska barnið innra með mér og verða fullorðin :) Ef atburðirnir væru teknir í burtu þá yrði ég og mínir einstöku eiginleikar sem lífið hefur gefið mér farnir Woundering Það vil ég ekki því þetta er ég.

Í dag finnst mér ég vera Flottasta stelpan í bænum og líður vel eftir því InLove 

Núna ætla ég að takast á við hvert vandamál með kærleik og reyna að finna mitt dulbúna tækifæri Cool 

Njótið dagsins með gleði í hjarta Grin Knús í hús. 


Heilu leikritin í hausnum

Sæl Aftur Smile

Ég var þannig áður að hausinn á mér var mjög upptekin af hugsunum um hvernig öðrum leið eða fannst um mig því mér fannst ég aldrei vera nóg Frown

Eins og dæmisagan um manninn sem var að keyra upp í sveit og það sprakk á bílnum hjá honum og svo þegar hann ætlaði að fara að skipta um dekk þá áttar hann sig á því að hann er ekki með neinn tjakk Crying Lítur kauði í kringum sig og sér bóndabæ Smile Röltir af stað og þá fara hugsanir hans í gang: Bóndinn vill örugglega ekkert lána ókunnugum manni tjakkinn sinn og hvað þá mér og svona hélt það áfram í hausnum á honum, svo þegar hann kemur að bænum og bankar á hurðina og bóndinn kemur til dyra þá er maðurinn búinn að sannfæra sjálfan sig um að bóndinn vilji ekki lána honum tjakkinn og segir " þú getur tekið þennan tjakk þinn og troðið honum þar sem sólin ekki skín" 

Í dag hefur mér tekist að ná að róa huga minn og þá hef ég allt í einu fullt af tíma fyrir mig YESS Bíddu og hvað á ég að gera við hann ??? En það kemur alltaf eitthvað, en í dag þá er ég NÓG og bóndinn myndi alveg lána mér tjakkinn eða allavega þá hefur hann VAL um hvort hann vilji það Grin 

Njótið þessa fallega dags og knús í hús

 


Loksins Fullorðin :)

Sæl!

ÉG Smile ákvað að skrifa blogg reglulega til að  deila með ykkur minni reynslu og minni upplifun á því að verða loksins fullorðin. Bera ábyrgð á eigin lífi og upplifa alla tilfinningaflóruna Blush þannig að í dag finn ég bæði til sársauka og kærleika sem er mjög nýtt fyrir mér því líf mitt  var frekar flöt lína Frown 

Vonandi verða orð mín hér til að hjálpa einhverjum sem hefur liðið illa og ekki fundist vera nógu góður fyrir neinn ekki einu sinni sjálfan sig.

Hlakka til að deila hugsunum mínum með ykkur Smile 

Knús í hús 


Um bloggið

Fullorðin

Höfundur

KrókudílaStína
KrókudílaStína
Stelpa sem er loksins orðin fullorðin og farin að taka ábyrgð á sínu lífi og lifa lífinu lifandi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband